Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
Fylkir
4
2
Keflavík
Eva Rut Ásþórsdóttir '9 1-0
1-1 Caroline Mc Cue Van Slambrouck '17
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '23 2-1
Eva Rut Ásþórsdóttir '58 3-1
4-1 Susanna Joy Friedrichs '66 , sjálfsmark
4-2 Saorla Lorraine Miller '77
02.05.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá skúrir og smá gola
Dómari: Jovan Subic
Áhorfendur: 301
Maður leiksins: Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
7. Tinna Harðardóttir ('67)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('90)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('67)
25. Kayla Bruster

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('67)
10. Klara Mist Karlsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir ('90)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
22. Emma Sól Aradóttir ('67)
31. Birta Margrét Gestsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:
Marija Radojicic ('84)
Mist Funadóttir ('94)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Fyrsti sigur Fylkis í efstu deild í ár
Hvað réði úrslitum?
Fylkiskonur voru búnar að skora öll mörkin nú þegar til þess að vinna leikinn. Keflvíkingar duttu svo seint í gang og brekkan var þá orðin ansi brött. Heilt yfir samt sem áður sanngjarn sigur.
Bestu leikmenn
1. Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
Ekkert annað í boði. Fyrirliðinn setur tvö í dag og átti stórleik. Ekki hægt að biðja um neitt mikið meira frá Evu í dag.
2. Melanie Claire Rendeiro
Eini ljósi punktur Keflvíkinga í dag. Skapaði fullt af færum og var á öllum föstu leikatriðum og það kom nánast alltaf eitthvað úr þeim. Stórkostleg í dag að mínu mati.
Atvikið
Klárlega fyrsta mark Keflvíkinga. Caroline kemur boltanum á markið eftir hornspyrnu frá Melanie. Tinna Brá, í marki Fylkis, virðist verja glæsilega en missir hann eitthvað. Skv. AD fór boltinn allur yfir línuna og Keflvíkingar búnir að jafna. Ég er ekkert mjög viss með að boltinn hafi farið allur inn. Ég var í mjög góðu sjónarhorni og ég er viss um að hann hafi ekki farið inn.
Hvað þýða úrslitin?
Keflvíkingar sitja á botninum og eru án stiga í þremum fyrstu leikjunum en Fylksikonur eru ennþá ósigraðar og voru að sækja í sinn fyrsta sigur í efstu deild í ár. Mögnuð byrjun hjá Árbæingum!
Vondur dagur
Það er erfitt að velja einhvern einn leikmann þar sem allt Keflavíkurliðið var ekkert mjög gott á löngum kafla í dag. Vera fær þetta samt sem áður frá mér. Fannst eins og hún ætti að gera betur í nokkrum mörkum og síðan gefur hún nánast þetta fjórða mark þegar hún missir boltann í Susönnu og þaðan í netið. Alls ekki dagurinn hennar Veru í dag.
Dómarinn - 7
Ekkert út á hann að sakast þannig séð. Fínasta stjórn á leiknum og ágætis flæði. Eitt stórt atvik samt sem áður í fyrri hálfleiknum þegar Keflavík jafnar leikinn. Spurning hvort boltinn hafi verið allur inni. Ég var í mjög góðu sjónarhorni við þetta og ég gat ekki séð betur en að boltinn hafi ekki farið inn. En þar sem Fylkir skoruðu 4 mörk í leiknum kom það ekki við sök, kannski sem betur fer.
Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
2. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
5. Susanna Joy Friedrichs
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('72)
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('86)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('67)
17. Elianna Esther Anna Beard
21. Melanie Claire Rendeiro
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
6. Kamilla Huld Jónsdóttir ('72)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('86)
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('67)
23. Watan Amal Fidudóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Ljiridona Osmani
Eva Lind Daníelsdóttir
Marín Rún Guðmundsdóttir
Margrét Ársælsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Anna Arnarsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: