Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mið 01. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Bayern ekki fengið tilboð í Davies
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München hefur ekki borist tilboð í kanadíska vinstri bakvörðinn Alphonso Davies en þetta segir framkvæmdastjóri félagsins.

Davies er 23 ára gamall og talinn með bestu sóknarsinnuðu vinstri bakvörðum heims.

Samningur hans við Bayern rennur út eftir næsta tímabil og telja bæði spænskir og þýskir miðlar að hann hafi náð samkomulagi við Real Madrid.

Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, fullyrðir það hins vegar að félaginu hafi ekki borist tilboð í Davies.

„Ekkert tilboð hefur borist í Alphonso Davies. Real Madrid? Það hefur ekkert komið þaðan,“ sagði Eberl.

Davies byrjaði á bekknum hjá Bayern gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær en fékk aðeins fáeinar mínútur til að spreyta sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner