Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. febrúar 2014 14:00
Daníel Freyr Jónsson
Stærstu lið heims á æfingamóti í Bandaríkjunum í sumar
Ronaldo og Bale fara til Bandaríkjana í sumar.
Ronaldo og Bale fara til Bandaríkjana í sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku stórliðin Manchester United, Liverpool og Manchester City munu öll taka þátt í æfingamóti sem mun fara fram í Bandaríkjunum í sumar.

Real Madrid, AC Milan, Roma og Inter munu einnig taka þátt í mótinu sem fengið hefur nafnið International Champions Cup.

Mótið mun fara fram í 12 borgum víðsvegar um Bandaríkin þar sem markmiðið er að vekja meiri áhuga á knattspyrnu þarlendis.

Leikið verður í borgum líkt og New York, Chicago, Pittsburgh, Philadelphia og verða undanúrslit og úrslitaleikurin leikin á Sun Life leikvanginum í Miami.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner