Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 02. maí 2024 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Amanda fór hamförum á Hlíðarenda - Fyrsta mark Nadíu kom gegn gömlu félögunum
Valskonur voru í sjöunda himni
Valskonur voru í sjöunda himni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadía Atladóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val
Nadía Atladóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amanda er að eiga sturlaða byrjun á tímabilinu
Amanda er að eiga sturlaða byrjun á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur skorað sjö mörk í byrjun móts
Sandra María Jessen hefur skorað sjö mörk í byrjun móts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sendi frá sér alvöru yfirlýsingu í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið slátraði bikarmeisturum Víkings, 7-2, á Hlíðarenda. Nadía Atladóttir opnaði markareikning sinn með Val og það gegn sínu gamla félagi.

Víkinga fengu óskabyrjun með marki eftir rúmar 40 sekúndur. Emma Steinsen fékk boltann hægra megin eftir innkast, kom með laglega fyrirgjöf inn í teignn og þar var Hafdís Bára Höskuldsdóttir mætt til að stanga boltann í netið.

Skellur fyrir heimakonur en þær svöruðu þessu vel. Jasmín Erla Ingadóttir jafnaði metin á 12. mínútu eftir hornspyrnu Amöndu Jabocsen Andradóttur.

Sigurbjorg Katla Sveinbjörnsdóttir í marki Víkings átti í erfiðleikum með spyrnuna og ákvað að kýla boltann út en þó ekki lengra en á Jasmín sem lúrði á fjærstönginni og setti boltann í netið.

Íslandsmeistararnir náðu að koma sér í forystu undir lok hálfleiksins eftir að Ruby Diodati braut klaufalega af sér í teignum. Amanda skoraði úr vítaspyrnunni.

Í síðari hálfleik gengu Valsarar yfir Víkinga. Kate Cousins skoraði þá eftir vandræðagang í teig Víkings eftir hornspyrnu. Þær voru að stríða Víkingum í leiknum og Valur þarna komið í 3-1.

Sex mínútum síðar kom fjórða markið. Amanda kom með frábæran bolta í hlaupaleið Jasmínar, sem setti boltann á milli fóta hjá Sigurborgu og í netið.

Nadía Atladóttir, fyrrum fyrirliði Víkings, kom inn af bekknum á 68. mínútu gegn sínu gamla félagi og var ekki lengi að láta að sér kveða.

Hún auðvitað opnaði markareikninginn gegn gömlu félögunum með skalla eftir fyrirgjöf frá Önnu Rakel Pétursdóttur.

Víkingar lentu í óþægilegri stöðu þegar um tólf mínútur voru eftir en þá meiddist Sigurborg í markinu og gestirnir ekki með varamarkvörð á bekknum. Emma Steinsen var sett í markið, áhugavert útspil.

Nokkrum mínútum síðar skoraði Ísabella Sara Tryggvadóttir sjötta mark Vals eftir sendingu frá Amöndu. Í uppbótartíma kom Amanda að sjötta marki sínu í leiknum er hún lagði upp fyrir hina ungu og efnilegu Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur. Hennar fyrsta mark í efstu deild.

Amanda hefur nú skorað fjögur mörk og lagt upp fimm í fyrstu þremur leikjunum í Bestu-deildinni.

Víkingar fengu vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins er Nadía braut á Selmu Dögg Björgvinsdóttur. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði annað mark Víkinga.

Lokatölur á Hlíðarenda, 7-2, Val í vil. Valur er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Víkingur með 4 stig.

Sandra með bæði í sigri Þór/KA

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk Þór/KA sem vann Þrótt, 2-1, á Þórsvelli.

Fyrirliðinn skoraði eina mark hálfleiksins en það kom undir lokin er hún brunaði á eftir boltanum eftir aukaspyrnu og kláraði örugglega í netið.

Sandra skoraði sjöunda mark sitt á tímabilinu þegar hálftími var eftir. Lara Ivanusa setti boltann fyrir markið á Söndru sem skoraði í opið mark. Stórkostleg byrjun á tímabilinu hjá Söndru.

Caroline Murray náði að klóra í bakkann seint í uppbótartíma með skoti sem fór undir Hörpu Jóhannsdóttur og í netið. Aðeins of seint og er það Þór/KA sem tók öll stigin.

Liðið er með 6 stig eftir þrjá leiki en Þróttur með eitt stig eftir jafn marga leiki.

Úrslit og markaskorarar:

Valur 7 - 2 Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('1 )
1-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('12 )
2-1 Amanda Jacobsen Andradóttir ('45 , víti)
3-1 Katherine Amanda Cousins ('55 )
4-1 Jasmín Erla Ingadóttir ('61 )
5-1 Nadía Atladóttir ('73 )
6-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('83 )
7-1 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('93 )
7-2 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('95 , víti)
Lestu um leikinn

Þór/KA 2 - 1 Þróttur R.
1-0 Sandra María Jessen ('43 )
2-0 Sandra María Jessen ('60 )
2-1 Caroline Murray ('95 )
Rautt spjald: Sigurbjörn Bjarnason, Þór/KA ('76) Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 5 0 0 16 - 1 +15 15
2.    Valur 5 5 0 0 17 - 6 +11 15
3.    Þór/KA 5 4 0 1 13 - 5 +8 12
4.    Víkingur R. 5 2 1 2 8 - 12 -4 7
5.    Tindastóll 5 2 0 3 6 - 7 -1 6
6.    Stjarnan 5 2 0 3 9 - 14 -5 6
7.    FH 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
8.    Fylkir 5 1 2 2 7 - 10 -3 5
9.    Þróttur R. 5 0 1 4 3 - 7 -4 1
10.    Keflavík 5 0 0 5 5 - 16 -11 0
Athugasemdir
banner
banner
banner