Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 22:14
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu nýja heimatreyju Liverpool - Innblástur frá Evrópuævintýrinu í Róm
Mynd: Liverpool
Liverpool opinberaði í dag nýja heimatreyju fyrir næstu leiktíð en félagið ákvað að sækja innblástur frá 1984 er liðið vann Evrópukeppni meistaraliða.

Treyjan er að sjálfsögðu rauð, með gylltum línum og hvítum og rauðum kraga.

Hún hefur fengið ágætis dóma frá stuðningsmönnum félagsins en þetta er líklega síðasta treyjan sem Liverpool spilar í undir merkjum Nike.

Liverpool er að ganga frá tímamótasamningi við Adidas og ætti það að vera frágengið á næstu vikum.

Ný heimatreyja Liverpool sækir innblástur frá treyjunni sem var notuð í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í Róm árið 1984, þar sem Liverpool vann heimamenn í Roma eftir vítakeppni. Liverpool vann þrennuna það tímabil, það er að segja Evrópukeppnina, deildina og deildabikarinn.




Athugasemdir
banner