Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fim 02. maí 2024 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Salah fari frá Liverpool í sumar - „Eigingjarnasti leikmaður sem ég hef orðið vitni að“
Mynd: Getty Images
Salah og Klopp rifust gegn West Ham
Salah og Klopp rifust gegn West Ham
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Graeme Souness telur að Mohamed Salah sé að spila sitt síðasta tímabil með Liverpool.

Souness var í viðtali hjá William Hill en þar fór hann yfir atvikið hjá Salah og Jürgen Klopp.

Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni í 2-2 jafntefli Liverpool gegn West Ham um helgina.

Salah kom inn af bekknum þegar tíu mínútur voru eftir og var hann eflaust ósáttur með að fá lítinn spiltíma, svona miðað við að hann er stjörnuleikmaður liðsins.

Egyptinn hefur ekki verið líkur sjálfum sér síðan eftir meiðslin sem hann varð fyrir í Afríkukeppninni og aðeins skorað þrjú deildarmörk eftir að hafa snúið til baka.

Souness er sannfærður um að hann sé að spila sitt síðasta tímabil með Liverpool en hann telur hann á leið til Sádi-Arabíu.

„Ég held að Mohamed Salah sé farinn og mun því yfirgefa Liverpool. Hann hefur verið frábær fyrir Liverpool en ef hann fer í sádi-arabísku deildina þá verður hann stærsta stjarnan í þeim hluta heimsins.“

„Það liggur enginn vafi á að hann hefur svakalegt álit á sjálfum sér og væntanlega reiður að hafa ekki byrjað gegn West Ham í síðustu viku. Ég held að þetta atvik hjá honum og Jürgen Klopp hafi verið viðbrögð við því að hafa verið settur inn á þegar aðeins tíu mínútur voru eftir og held ég að Salah hafi átt meira í þessu rifrildi en Klopp.“

„Salah er eigingjarnasti leikmaður sem ég hef augum barið. Þegar Klopp hefur tekið hann af velli, í leikjum fyrir þennan gegn West Ham, virðist hann aldrei ánægður með það. Það er auðvitað það sem þú vilt frá þínum leikmönnum. Ef þú tekur þá af velli þegar þeir eru með tvö mörk þá eiga þeir að vilja vera inn á til að skora þriðja. Þegar Sadio Mané var þarna þá voru þeir alltaf í fýlu við hvorn annan.“

„Hann hefur verið í heimsklassa á tíma sínum hjá Liverpool. Mörk breyta leikjum og hans hafa svo sannarlega haft gífurleg áhrif á Liverpool síðan hann kom til félagsins. Ég held að hann komist enn inn í Arsenal-liðið og hefði klárlega komist inn í lið Manchester City á síðustu fimm árum,“
sagði Souness.
Athugasemdir
banner
banner
banner