Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2016 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Tilboði Liverpool í Piotr Zielinski hafnað
Zielinski er spennandi miðjumaður
Zielinski er spennandi miðjumaður
Mynd: Getty Images
Udinese er búið að hafna 11,7 milljón punda tilboði frá Liverpool í pólska miðjumanninn Piotr Zielinski.

Þetta vekur mikla athygli þar sem félagið samþykkti nákvæmlega eins tilboð frá Napoli í leikmanninn.

Zielinski er eins og áður segir miðjumaður, en hann lék með Empoli á láni frá Udinese á nýliðnu tímabili. Hann átti mjög gott tímabil með Empoli og var í pólska landsliðshópnum á EM í Frakklandi.

Liverpool vonast til þess að klára kaupin á Zielinski, en hann hefur áður sagt það að hann vilji fara til Liverpool. Hann er tilbúinn að klára samning sinn við Udinese og fara svo frítt frá félaginu. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við ítalska félagið.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er búinn að bæta fjórum leikmönnum við hópinn hingað til í sumar. Joel Matip kom frá Schalke, Marko Grujic frá Rauðu Stjörnunni, Loris Karius frá Mainz og Sadio Mane frá Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner