lau 03. desember 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Liverpool sagði nei við Cantona og Schmeichel
Eric Cantona.
Eric Cantona.
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel.
Peter Schmeichel.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hafnaði tækifæri á því að kaupa Manchester United goðsagnirnar Eric Cantona og Peter Schmeichel á sínum tíma, en þetta segir fyrrum leikmaður og þjálfari liðsins, Graeme Souness.

Souness, sem þjálfaði Liverpool í þrjár leiktíðir eftir að hafa spilað með liðinu í sex ár á undan, fékk bréf frá ungum Schmeichel, en hann ákvað að segja nei við danska markvörðinn þar sem hann segist hafa verið nýbúinn að fjárfesta í David James.

Scheimchel fór stuttu síðar til Man Utd fyrir eitthvað í kringum 500 þúsund pund, en hann reyndist vera ein bestu kaupin í sögu United. Hann vann fimm úrvalsdeildartitla með rauðu djöflunum og Meistaradeildina einu sinni.

„Schmeichel skrifaði til mín bréf þegar ég var hjá Liverpool sem stjóri á sínum tíma," sagði Souness við Daily Mail. „Ron Yeats (yfirnjósnari) kom inn á skrifstofuna til mín og sagði mér að það væri ungur danskur markvörður, sem væri stuðningsmaður Liverpool, tilbúinn að borga sjálfur fyrir ferðalög og hótel í staðinn fyrir tíma með okkur."

„En á þessum tíma var ég að reyna að koma Brucey Grobbelaar frá félaginu og það reyndist hægara sagt en gert. Svo held ég að ég hafi líka verið nýbúinn að kaupa David James, þannig að ég tók þá ákvörðun að fá Scheimchel ekki."

Önnur stjarna sem Souness vildi ekki fá til Liverpool var Eric Cantona, sem leiddi Man Utd til fjögurra úrvalsdeildartitla á fimm árum, en Michel Platini mældi með Cantona fyrir Souness.

„Það gerðist það sama með Eric," sagði Souness. „Við höfðum spilað gegn Auxerre á heimavelli og Michel Platini kom og hitti mig. Hann sagði við mig að hann væri með leikmann - vandræðagemsa en alvöru leikmann. Cantona. Ég sagði að það síðasta sem ég þurfti væri annar vandræðagemsi."
Athugasemdir
banner
banner
banner