Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 04. maí 2024 18:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Haaland fór á kostum á Etihad
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester City 5 - 1 Wolves
1-0 Erling Haland ('12 , víti)
2-0 Erling Haland ('35 )
3-0 Erling Haland ('45 , víti)
3-1 Hee-Chan Hwang ('53 )
4-1 Erling Haland ('54 )
5-1 Julian Alvarez ('85 )

Manchester City er nú einu stigi á eftir toppliði Arsenal eftir að liðið vann sannfærandi 5-1 sigur á Wolves á Etihad-leikvanginum í dag. Erling Braut Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu.

Úlfarnir lentu í vandræðum snemma leiks. Ryan Ait Nouri braut klaufalega á Josko Gvardiol í teignum og var vítaspyrna dæmd. Haaland sendi Jose Sa í vitlaust horn og kom Man City í forystu.

Gestirnir fóru í lágvörn næstu mínúturnar en fóru að hafa meira trú á verkefninu eftir rúmar tuttugu mínútur. Sú trú entist ekki lengi því á 35. mínútu bætti Haaland við öðru marki sínu með skalla eftir sendingu Rodri.

Rodri var hægra megin í teignum, kom með háan bolta á fjær þar sem Haaland var klár í að stanga boltann hægra megin við Sa í markinu.

Undir lok hálfleiksins fengu City-menn annað víti. Nelson Semedo fór aftan í Haaland er hann var að munda skotfótinn og fór hann því í annað sinn á punktinn í leiknum.

Haaland setti boltann í sama horn og í fyrra vítinu. Sa giskaði á rétt horn en tókst ekki að verja. Þrenna hjá Haaland sem var að gera sitt 24. mark á tímabilinu.

Hee-Chan Hwang færði Úlfunum örlitla von snemma í þeim síðari eftir mistök Ederson. Jean-Ricner Bellegarde átti fyrirgjöf frá hægri sem Ederson sló á fjærstöngina og þar var Hwang ekki í neinum vandræðum með að setja boltann í markið.

Þetta sló heimamenn ekki út af laginu. Þeir skoruðu í næstu sókn og aftur var það Haaland. Phil Foden kom með langan bolta fram völlinn á Norðmanninn, sem setti hann á vinstri og skrúfaði boltanum skemmtilega í vinstra hornið.

Haaland fór af velli á 82. mínútu og inn kom Julian Alvarez sem gerði fimmta og síðasta mark City. Rodri fékk boltann rétt fyrir utan teiginn, setti hann til vinstri á Alvarez sem átti ekki í neinum vandræðum með að klára færið.

Frábær 5-2 sigur Man City sem er nú með 82 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal og þá á liðið leik til góða. Gríðarleg spenna í titilbaráttunni og ljóst að hún mun ekki ráðast fyrr en í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner