Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 15:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rice: Kraftaverkin geta gerst
Mynd: EPA

Arsenal er með fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur gegn Bournemouth í dag.


Bukayo Saka kom Arsenal yfir með marki af vítapunktinum, Leandro Trossard bætti öðru marki við eftir góðan undirbúning Declan RIce, það var síðan Rice sjálfur sem innsiglaði sigurinn.

Arsenal var í titilbaráttunni á síðustu leiktíð en tapaði baráttunni að lokum fyrir Man City. Rice er bjartsýnn fyrir síðustu tvo leiki liðsins.

„Ég var ekki hérna í fyrra en ég finn það á mér að við erum að njóta okkar. Man City er vél og þeir tapa ekki mörgum leikjum. Það getur allt gerst í fótbolta, það óvænta gerist og kraftaverkin geta gerst, við verðum bara að halda einbeitingu," sagði Rice.


Athugasemdir
banner
banner
banner