Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. júní 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Sóli Hólm spáir í 6. umferð Pepsi-deildarinnar
Sóli Hólm.
Sóli Hólm.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
FH vinnur Stjörnuna samkvæmt spá Sóla.
FH vinnur Stjörnuna samkvæmt spá Sóla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hjörtur Hjartarson var með fjóra rétta þegar hann spáði í fimmtu umferðina í Pepsi-deild karla.

Útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm spáir í leikina í sjöttu umferð.

Valur 2 - 2 ÍBV (17:00 á sunnudag)
ÍBV vann frábæran bikarsigur í vikunni og það hlýtur að gefa þeim kraft. Valur hefur verið smá hikstandi og það er óvissa með minn mann Dion. Þessi leikur fer 2-2 og Arnór Gauti skorar allavega annað mark ÍBV.

FH 3 - 1 Stjarnan (20:00 á sunnudag)
Það eru þrír á hnjaskvagninum hjá Stjörnunni eftir bikarleikinn. FH-ingar hafa ekki verið sannfærandi í sumar en þetta gæti þurft að vera leikurinn þar sem þeir sýna eitthvað. Það væri sterkt hjá þeim að senda skilaboð með því að vinna Stjörnuna. Þeir koma sterkir inn og vinna 3-1, þó að þetta gæti alveg farið í öfug átt líka. Ég tek sénsinn og segi að FH vinni.

Víkingur Ó. 1 - 2 KA (17:00 á mánudag)
Þetta er 50/50 leikur. Ég held að KA rétti úr kútnum og vinni.

ÍA 2 - 0 Breiðablik (19:15 á mánudag)
Þetta eru lið sem eru með vindinn í bakið eftir sigra í síðustu umferð. Gulli Jóns er vinur minn og þess vegna tippa ég á að hann vinni þennan leik. Þetta er 50/50 faglegt og tilfinningarök.

KR 2 - 1 Grindavík (19:15 á mánudag)
KR fann fínan markmann og ég held að það gefi þeim aukin kraft til að vinna leikinn.

Víkingur R. 2 - 2 Fjölnir (20:00 á mánudag)
Þetta verður annað jafntefli hjá Loga Ólafs á móti gulum.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner