Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   fös 05. apríl 2024 15:37
Elvar Geir Magnússon
Spenna í Gylfa - „Undir Adda komið hversu mikið ég spila“
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Gylfi í Lengjubikarleiknum gegn ÍA nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, loksins eru æfingaleikirnir búnir og deildin að byrja. Núna er alvaran að byrja og undirbúningurinn breytist. Þetta verður hörkudeild, ég held að deildin sé á frábærum stað," sagði Gylfi Þór Sigurðsson á fréttamannafundi Vals í dag.

Valsmenn eiga leik gegn ÍA á sunnudaginn í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Hvernig finnst Gylfa gæðin hafa verið í þeim leikjum sem hann hefur spilað á undirbúningstímabilinu?

„Ég held að gæðin miðað við aðstæður hafi verið mjög góð. Það var náttúrulega skítakuldi og völlurinn hálf frosinn, samt allt í lagi. Ef við horfum á okkar hóp erum við með fullt af góðum leikmönnum og ég er að njóta þess mjög vel að spila með þeim."

Gylfi lék 45 mínútur gegn Víkingi í meistarar meistaranna, hvað er hann tilbúinn að spila mikið á sunnudaginn?

„Það er undir Adda (Arnari Grétarssyni þjálfara) komið hversu mikið ég spila. Ég get alltaf spilað eins mikið og mögulegt er, en þetta hefur verið gert skynsamlega varðandi spiltímann hingað til. Það er hægt og rólega verið að bæta við álagið á mér. Ég kom vel út úr leiknum síðast."

Valur og ÍA mættust nýlega í Lengjubikarnum og þar réðust úrslitin í vítakeppni, gefur sá leikur vísbendingu um hvernig leik við fáum á sunnudaginn?

„Ég held að leikurinn á sunnudaginn verði mjög svipaður og leikurinn sem við spiluðum við þá fyrir nokkrum vikum. Þeir sýndu að þeir eru öflugir sem lið og sterkir varnarlega," segir Gylfi sem býst við hörkuleik á sunnudag.

Í spilaranum má sjá viðtal sem Gylfi veitti Fótbolta.net eftir fréttamannafundinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner