Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
banner
   mán 06. maí 2024 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Byrjar með látum í Fram
Murielle Tiernan.
Murielle Tiernan.
Mynd: Toggi Pop
„Við vorum mjög spenntar að byrja tímabilið. Undirbúningstímabilið hefur verið langt. Við byrjuðum hægt en við erum stoltar af því hvernig við kláruðum leikinn," sagði Murielle Tiernan, sóknarmaður Fram, eftir 8-2 sigur gegn ÍR í fyrsta leik í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Fram 8 -  2 ÍR

ÍR tók forystuna snemma í leiknum en eftir það er óhætt að segja að Fram hafi leikið á als oddi.

„Við höfðum 83 mínútur til að koma til baka. Við þekkjum okkar styrkleika. Ég var ekki áhyggjufull en þetta var vakning fyrir okkur. Vonandi getum við lært af þessu og byrjað betur næst."

Murielle skoraði þrennu í sínum fyrsta deildarleik fyrir Fram en hún gekk í raðir félagsins frá Tindastóli í vetur. Hún er ansi góður leikmaður í Lengjudeildinni og hefur sannað það á síðustu árum með Tindastóli.

„Það skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma svo lengi sem þau koma. Ég skoraði þrjú í dag en svo lengi sem boltinn liggur í netinu þá skiptir ekki máli hver skorar," segir Murielle.

Hvernig er það fyrir hana að spila í bláu eftir mörg ár á Sauðárkróki?

„Það er gaman. Ég spilaði í bláu í menntaskóli en ég hef verið í vínrauðu í háskóla og í Tindstóli. Það er gaman að vera komin aftur í blátt. Það var erfitt að fara frá Tindastóli því þau eru fjölskyldan mín, og eru það enn. Ég styð þær mikið og ég vil ekkert meira en að þeim gangi vel. Ég elska allar í liðinu þeirra."

„Það var margt mismunandi í mínu lífi sem varð til þess að ég prófaði eitthvað nýtt. Ég er ánægð með það hvar ég endaði. Það er gott að eiga tvær fjölskyldur í fótboltanum núna."

Hún valdi að fara í Lengjudeildina frekar en í Bestu deildina.

„Þegar ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað annað þá vildi ég ekki spila gegn Tindastóli. Þær eru mitt lið. Ég vil ekki taka neitt frá þeirra árangri. Ég var áhyggjufull að mæta þeim kannski í bikarnum, en við fengum Val í staðinn. Ég vil spila áfram og halda áfram að búa á Íslandi. Fram gaf mér það tækifæri og ég er þakklát fyrir það."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner