Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 08:37
Elvar Geir Magnússon
Slot kvaddi stuðningsmenn Feyenoord - Mun taka við Liverpool
Slot kvaddi stuðningsmenn Feyenoord eftir leik í Rotterdam í gær.
Slot kvaddi stuðningsmenn Feyenoord eftir leik í Rotterdam í gær.
Mynd: EPA
Arne Slot mun yfirgefa Feyenoord eftir tímabilið og taka við Liverpool. Hann kvaddi stuðningsmenn Feyenoord og veifaði til þeirra eftir 5-0 sigur gegn PEC Zwolle í gærkvöldi.

„Ég hef engar áhyggjur af því hvort þetta muni ganga eftir - spurningin er bara hvenær það verður tilkynnt," sagði Slot eftir leikinn.

Feyenoord á enn einn heimaleik eftir en stór hluti aðalstúkunnar í þeim leik verður tómur þar sem stuðningsmenn fengu refsingu fyrir notkun á skoteldum í bikarleik.

Eftir leikinn í gær biðu stuðningsmenn í stúkunni og svo kom Slot og veifaði þeim. Mynd af honum og nafn hans var sett upp á skjái fyrir aftan markið

„Ég neita því ekki að þetta leit út eins og kveðjustund. Ég held að stuðningsmenn búist við því að ég sé á förum. Já við getum alveg kallað þetta kveðjustund," sagði Slot.
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Athugasemdir
banner
banner
banner