Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla ekki að reka Ten Hag fyrir bikarúrslitaleikinn
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Eins og staðan er núna ætlar Manchester United ekki að reka Erik ten Hag úr starfi þrátt fyrir hörmulegan árangur upp á síðkastið.

Man Utd tapaði 4-0 gegn Crystal Palace og má segja að það hafi verið ákveðinn lágpunktur í stjóratíð Ten Hag. Kannski einn af mörgum.

Framtíð Ten Hag er í óvissu en United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester United mun ljúka tímabilinu með bikarúrslitaleik gegn Manchester City en áður en að þeim leik kemur mun liðið mæta Arsenal, Newcastle og Brighton í deildinni.

Telegraph segir frá því að United ætli ekki að reka Ten Hag fyrir úrslitaleikinn þrátt fyrir að fyrrum leikmenn - sem og aðrir - séu að kalla eftir því.

Heimildarmenn á Old Trafford herma að þeir sem stjórni hjá United muni ekki taka ákvörðun um Ten Hag fyrr en eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner