Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars í tveggja leikja bann - Níu í banni í næstu umferð
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu í Bestu deildinni verða ekki með sínum liðum þegar 6. umferðin fer fram um komandi helgi. Þar af eru tveir þjálfarar.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fær tveggja leikja bann en hann fékk rauða spjaldið á Kópavogsvelli í gær beint í kjölfarið á rauða spjaldinu sem Adam Ægir Pálsson fékk. Arnar var sýnilega ekki sáttur með niðurstöðuna.

Hann fær sjálfkrafa einn leik en refsingin er þyngd eftir skýrslu dómarans og hann verður ekki á hliðarlínunni þegar Valur tekur á móti KA í næstu umferð og svo gegn Fram í þarnæstu umferð.

Hinn þjálfarinn er Arnar Gunnlaugsson sem fékk rauða spjaldið undir lok leiks Víkings gegn HK. Hann verður ekki á hliðarlínunni þegar Víkingur tekur á móti FH næsta sunnudag.

Sjö leikmenn verða í leikbanni. Alex Freyr Elísson (Fram), Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir), Marko Vardic (ÍA), Tarik Ibrahimagic (Vestri) og Aron Kristófer Lárusson (KR) hafa fengið fjögur gul spjöld og taka út leikbann vegna þess. Þeir Guy Smit (KR) og Adam Ægir (Val) fengu tvö gul spjöld og þar með rautt og taka út leikbann vegna þess.

6. umferðin í Bestu
föstudagur 10. maí
19:15 Stjarnan-Fram (Samsungvöllurinn)

laugardagur 11. maí
14:00 ÍA-Vestri (ELKEM völlurinn)
17:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)

sunnudagur 12. maí
17:00 KR-HK (Meistaravellir)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-FH (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner