Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bjelica rekinn frá Union Berlín (Staðfest)
Nenad Bjelica var látinn fara frá Union
Nenad Bjelica var látinn fara frá Union
Mynd: Getty Images
Króatíski þjálfarinn Nenad Bjelica var í gær rekinn frá þýska félaginu Union Berlín eftir slakan árangur á tímabilinu.

Union Berlín hafnaði í 4. sæti á síðasta tímabili og kom sér í Meistaradeild Evrópu.

Eftir slæma byrjun á þessu tímabili var ákveðið að reka Urs Fischer eftir fimm ár í starfi.

Bjelica tók við keflinu en hann náði ekki að draga liðið upp úr skítnum og urðu hlutirnir verri ef eitthvað var.

Eftir 4-3 tap liðsins gegn Bochum um helgina tók stjórn félagsins ákvörðun um að reka Bjelica og mun Marco Grote stýra liðinu í síðustu tveimur leikjum tímabilsins.

Union er í 15. sæti deildarinnar með 30 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Það er í hættu á að falla en næstu helgi mætir það Köln í næstu umferð. Sigur er líklega nóg til að halda liðinu uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner