Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
England: Bolton í úrslitaleik umspilsins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bolton 2 - 3 Barnsley (5-4 samanlagt)
0-1 Sam Cosgrove ('36)
1-1 Aaron Collins ('43)
2-1 Eoin Toal ('45+1)
2-2 Adam Phillips ('64)
2-3 Sam Cosgrove ('76)

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Bolton Wanderers í kvöld enda er hann fjarverandi vegna meiðsla.

Bolton tók á móti Barnsley í undanúrslitaleik umspilsins um sæti í Championship deildinni á næsta ári og voru liðsfélagar Jóns Daða í góðri stöðu fyrir upphafsflautið, eftir að hafa sigrað fyrri leikinn 1-3 á útivelli.

Gestirnir í liði Barnsley tóku forystuna í Bolton í dag en Aaron Collins og Eoin Toal sneru dæminu við fyrir leikhlé, og var staðan orðin 5-2 fyrir Bolton í heildina.

Gestirnir frá Barnsley voru ekki á því að gefast upp og náðu þeir að skora tvö mörk í síðari hálfleik til að minnka heildarmuninn niður í eitt mark.

Nær komust þeir þó ekki og fer Bolton því í úrslitaleik umspilsins, þar sem liðið mætir annað hvort Peterborough United eða Oxford United.

Mögulegt er að Jón Daði sé þó búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Bolton, en hann er að verða 32 ára gamall og rennur út á samningi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner