Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 07. nóvember 2016 20:38
Magnús Már Einarsson
Tveir ungir Skagamenn til Norrköping á reynslu
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson og Arnór Sigurðsson, leikmenn ÍA, halda á miðvikudag til Svíþjóð þar sem þeir æfa í fimm daga með Norrköping.

Stefán er fæddur árið 1998 og Arnór árið 1999 en þessir ungu og efnilegu leikmenn eru því báðir gjaldgengir í 2. flokki.

Þeir hafa þrátt fyrir ungan aldur spilað í Pepsi-deildinni með ÍA en í sumar kom Arnór við sögu í sex leikjum og Stefán í fjórum.

IFK Norrköping varð sænskur meistari í fyrra en liðið endaði í 3. sæti í úrvalsdeildinni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner