fim 08. mars 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson gaf ungum stuðningsmanni treyju af Firmino
Mynd: Getty Images
Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, ákvað að senda ungum stuðningsmanni Liverpool bréf og gefa honum áritaða treyju af Roberto Firmino.

Robertson komst að því að stuðningsmaðurinn ungi hafði gefið alla vasapeningana sína til samtaka sem gefa fátækum fjölskyldum mat.

Faðir drengsins birti bréfið frá Robertson í færslu á Instagram og er niðurlag bréfsins afar skemmtilegt.

„Þú gerðir eitthvað stórkostlegt fyrir annað fólk án þess að búast við því að fá neitt í staðinn. Þess vegna vil ég verðlauna þig," stendur í bréfinu.

„Ég er með áritaða leiktreyju frá Roberto Firmino fyrir þig, til að þakka þér fyrir það sem þú gerðir.

„Við skulum vera heiðarlegir - það vill enginn treyjuna hjá vinstri bakverði - og þess vegna færðu treyjuna hans Bobby í staðinn. Vonandi er það í lagi.

„Ég mun sjá til þess að allir í liðinu heyri af þér. Liverpool FC er stolt af þér og fjölskyldan þín eflaust líka."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner