Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 07:45
Elvar Geir Magnússon
Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við?
Powerade
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Manchester United.
Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Mun Thomas Tuchel taka við á Old Trafford?
Mun Thomas Tuchel taka við á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Wesley Gassova.
Wesley Gassova.
Mynd: Getty Images
Ten Hag, Tuchel, Mourinho, Silva, Guehi, Olise, Gassova og Pickford eru meðal þeirra sem koma við í slúðurpakka dagsins. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Manchester United og framtíð Erik ten Hag mikið í umræðunni. Hver tekur við á Old Trafford ef hann verður látinn taka pokann sinn?

Manchester United mun reka knattspyrnustjórann Erik ten Hag í lok leiktíðar. (Football Insider)

Thomas Tuchel, sem hættir sem stjóri Bayern München eftir tímabilið, hefur áhuga á að taka við Manchester United. (Telegraph)

Ruben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, og Graham Potter, fyrrverandi stjóri Chelsea og Brighton, eru einnig orðaðir við starfið á Old Trafford. (inews)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er einn sá líklegasti til að taka við Manchester United. (FootMercato)

Jose Mourinho, sem var rekinn frá Roma í janúar, vill taka aftur við Manchester United en félagið vill ekki endurráða hann. Veðbankar telja litlar líkur á að Mourinho fái símtalið. (Manchester Evening News)

Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (29) hjá Manchester City vill að framtíð sín verði leyst fyrir lok EM 2024. Silva heldur áfram að vera orðaður við Barcelona en sagt er að hann hafi 50 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum. (90 mín)

Crystal Palace er opnara fyrir því að selja enska varnarmanninn Marc Guehi (23) frekar en að losa sig við franska kantmanninn Michael Olise (22) eða enska kantmanninn Eberechi Eze (25) í sumar. (Givemesport)

Arsenal, Manchester United, Barcelona og Borussia Dortmund vilja fá franska miðjumanninn Desire Doue (18) frá Rennes. (TBR)

West Ham hefur hafið viðræður um kaup á brasilíska kantmanninum Wesley Gassova (19) hjá Corinthians. Gassova er á óskalista Liverpool. (Standard)

Chelsea er að leita að félagi sem er tilbúið að kaupa Armando Broja (22) eftir að lánsdvöl albanska framherjans hjá Fulham lýkur. (Fabrizio Romano)

Chelsea er í viðræðum um að kaupa vængmanninn Estevao Willian (17) frá Palmeiras. (Athletic)

Chelsea hefur tilgreint enska markvörðinn Jordan Pickford (30) hjá Everton sem skotmark í sumar. (Football Insider)

Newcastle hefur náð samkomulagi um kaup á Lloyd Kelly (25) varnarmanni Bournemouth. (Foot Mercado)

Enski varnarmaðurinn Lewis Hall (19) hjá Newcastle, er eftirsóttur af Borussia Dortmund fyrir sumarið. (Givemesport)

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur haft samband við Getafe vegna stöðu Mason Greenwood (22), enska framherjans sem er á láni frá Manchester United. (Radio Marca)

Manchester United fylgist með hollenska varnarmanninum Denzel Dumfries (28) eftir að viðræður hans við Inter um nýjan samning stöðvuðust. (Talksport)

Tottenham mun hlusta á tilboð í velska varnarmanninn Ben Davies (31) í sumar. (Football Insider)

Newcastle og Inter vilja fá franska varnarmanninn Jules Kounde (25) frá Barcelona. Hann hefur vakið áhuga Chelsea, Manchester United og Paris St-Germain. (Mundo Deportivo)

Barcelona íhugar að fá Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris St-Germain, aftur til félagsins til að taka við af Xavi árið 2025. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner