Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ef þriðja tækifærið kemur, þá mun ég taka það
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Hinn sigursæli Jose Mourinho segist hafa gert mistök með því að hafa hafnað portúgalska landsliðinu í annað sinn þegar hann var stjóri Roma.

Mourinho stýrði Roma frá júlí 2021 þangað til í janúar á þessu ári, en þá var hann rekinn úr starfinu.

„Tvisvar hef ég fengið tækifæri til að sitja á bekknum hjá portúgalska landsliðinu en þau tækifæri hafa ekki komið á sem bestum tíma," segir Mourinho.

„Síðast þegar það kom upp, þá ákvað ég að vera áfram hjá Roma. Ég held ég hafi gert mistök þar. Portúgal er eitt besta landslið í heimi og ef þriðja tækifærið kemur, þá mun ég taka það."

Mourinho, sem er orðinn 61 árs gamall, er einn sigursælasti stjóri fótboltasögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner