Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er ástæðan fyrir því að gæinn var með 100 þúsund pund á viku í Everton"
Gylfi var maður leiksins á Kópavogsvelli.
Gylfi var maður leiksins á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur nú skorað þrjú mörk í Bestu deildinni.
Hefur nú skorað þrjú mörk í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik þegar Valur lagði Breiðablik í stærsta leik síðustu umferðar í Bestu deildinni. Gylfi skoraði tvö mörk í leiknum og átti stóran þátt í fyrsta marki Vals.

Rætt var um frammistöðu Gylfa í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp. Þáttinn má nálgast í spilaranum neðst og í öllum hlaðvarpsveitum.

„Gylfi var ekki bara góður í því sem hann er góður í; sem er að stýra spili, senda og taka góð skot. Hann var svo aggresívur úti á velli og eftir að þeir lentu einum færri þá fór hann að stýra liðinu," sagði Valur Gunnarsson.

„Líka þetta hlaup í aðdragandanum að marki tvö. Ég bjóst ekki við að hann myndi taka svona hlaup í allt sumar, hvað þá núna í 5. umferð. Hann tekur bara strauið inn á teignum. Ef ég væri Arnar Grétarsson þá væri ég rosalega þakklátur fyrir að minn LANG besti leikmaður sé að sýna svona hugarfar í svona leik sem skiptir svona miklu máli. Þetta er ástæðan fyrir því að gæinn var með 100 þúsund pund á viku í Everton. Þetta er bara allt annað hugarfar en aðrir eru með hérna," sagði Tómas Þór.

„Hann var að draga vagninn og gerði það ótrúlega vel. Ég hafði afskaplega gaman af því að vera í stúkunni og horfa á hann. Geggjað hjá honum," sagði Valur.

„Ef hann heldur svona áfram mikið lengur þá hættir hann að vera ástmögur þjóðarinnar. Stuðningsmenn hinna liðanna neyðast til að hætta mæta á völlinn til að horfa á hann því hann er að fara pakka þeim saman," sagði Tómas.


Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner