Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. janúar 2015 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Bayern hafnaði tilboði Liverpool í Shaqiri
Xherdan Shaqiri er kominn til Inter
Xherdan Shaqiri er kominn til Inter
Mynd: Getty Images
Karl-Heinze Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München í Þýskalandi, segist hafa hafnað tilboði Liverpool í Xherdan Shaqiri.

Shaqiri gekk til liðs við Internazionale á láni út tímabilið en Inter á möguleika á því að kaupa hann í sumar fyrir 15 milljónir evra.

Liverpool hafði mikinn áhuga á að fá Shaqiri til félagsins en Bayern hafnaði 20 milljón evra tilboði enska liðsins.

,,Ég þarf ekki að útskýra neitt fyrir neinum en ef þið viljið endilega vita það þá er málið afar einfalt. Shaqiri vildi fara til Inter og við vildum líka að hann færi þangað," sagði Rummenigge.

,,Ég hafnaði líka fullt af tilboðum á sínum tíma frá mörgum liðum til þess að ganga til liðs við Inter. Inter er Inter," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner