Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 09. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Miðjumaður Chelsea gæti endað hjá Milan
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan er að skoða það að fá tvo Brasilíumenn í sumarglugganum. Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti greinir frá á X.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Andrey Santos og Vinicius Souza.

Santos er tvítugur miðjumaður sem er á mála hjá Chelsea á Englandi en Souza er 24 ára gamall og spilar sem varnarsinnaður miðjumaður hjá Sheffield United.

Galetti segir að Milan hafi gríðarlegan áhuga á að fá báða í sumarglugganum.

Souza gæti hugsað sér til hreyfings eftir að Sheffield United féll niður í B-deildina á meðan Santos mun líklega ekki fá tækifærið hjá Chelsea á næstu leiktíð.

Santos hefur spilað síðari hluta tímabilsins á láni hjá Strasbourg í Frakklandi eftir misheppnað lán hjá Nottingham Forest fyrir áramót.

Brasilíumaðurinn yrði annar miðjumaðurinn sem Milan myndi fá frá Chelsea á síðasta árinu, á eftir Ruben Loftus-Cheek.
Athugasemdir
banner
banner