Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 09. maí 2024 12:49
Elvar Geir Magnússon
Tvöföld mistök hjá bestu dómurum í heimi
Marciniak og hans teymi gerðu stór mistök.
Marciniak og hans teymi gerðu stór mistök.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Matthijs de Ligt varnarmaður Bayern München kom boltanum í netið í uppbótartíma í undanúrslitaleik Real Madrid og Bayern í gær. Hann hélt að hann væri að jafna leikinn í 2-2 og þá hefði verið farið í framlengingu.

En Szymon Marciniak dómari, sem er talinn besti dómari heims, hafði flautað rangstöðu eftir að aðstoðardómarinn hafði lyft flagginu. Í sjónvarpsupptökum virðist um ranga ákvörðun að ræða en þar sem búið var að dæma áður en boltinn fór í netið gat VAR ekki skorist í leikinn.

Aðstoðardómarinn gerði slæm mistök með því að láta sóknina ekki klárast áður en hann flaggaði. Thomas Tuchel, stjóri Bayern München, segir að aðstoðardómarinn hafi beðist afsökunar eftir leikinn.

Christina Unkel dómarasérfræðingur og fyrrum FIFA dómari skoðaði þetta umdeilda atvik á CBS Sports og segir að pólsku dómararnir hafi gert tvöföld mistök.

„Það eru tveir í teyminu sem gera mistök. Fyrst er það aðstoðardómarinn sem lyftir flagginu og fer ekki eftir þeim leiðbeiningum að halda því niðri þegar það er sókn í gangi," segir Unkel.

„Aðaldómarinn gerir svo önnur mistök með því að samþykkja rangstöðudóminn og flauta. Hann hefði átt að segja 'Takk en ég mun bíða með að flauta þar til sókninni er lokið'."

„Þessi mistök koma mjög á óvart, þetta pólska tríó er talið það besta í Evrópu. Það hefur dæmt úrslitaleik HM og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta var mjög óvænt, bæði frá dómaranum og aðstoðardómaranum."
Athugasemdir
banner
banner
banner