Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. júní 2018 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndaveisla: Landsliðið lagt af stað til Rússlands
Ævintýrið hafið!
Icelandair
Gengið út í flugvél.
Gengið út í flugvél.
Mynd: Heiða Dís Bjarnadóttir
Íslenska landsliðið er í þessum skrifuðu orðum í flugi til Rússlands þar sem liðið keppir á Heimsmeistaramótinu. Mótið sjálft hefst 14. júní með opnunarleik Rússlands og Sádí-Arabíu, en Ísland spilar fyrsta leik sinn tveimur dögum síðar gegn Argentínu.

Ísland mætti á Keflavíkurflugvöll í morgun og fór flugvélin af stað um hádegisbilið eftir nokkra seinkun.

Töf var á fluginu þar sem Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sendi ferðatösku sína óvart í rútu í Stykkishólm! Sjá nánar hér.

Flugið til Rússland er um sex tímar og verður íslenski hópurinn því kominn þangað síðdegis í dag.

Hér að neðan má sjá myndir sem Heiða Dís Bjarnadóttir tók á Keflavíkurflugvelli áðan. Fótbolti.net verður með öflugt teymi í Rússlandi og hér heima á meðan mótinu stendur og munum við flytja ykkur fréttir af öllu því helsta tengdu HM
Athugasemdir
banner
banner
banner