Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helga Guðrún tvíbrotin og verður frá keppni í langan tíma
Helga Guðrún Kristinsdóttir.
Helga Guðrún Kristinsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Helga Guðrún Kristinsdóttir, leikmaður Fylkis, varð fyrir því óláni að tvíbrotna á hendi þegar Fylkir tapaði gegn Tindastóli í Bestu deild kvenna í gær.

Lestu um leikinn: Tindastóll 3 -  0 Fylkir

Helga Guðrún fór úr lið á litla fingri í leiknum á Akureyri og var kippt aftur í lið af lækni sem var í stúkunni.

Hún fór svo á sjúkrahús í hálfleik og þá kom í ljós að hún væri tvíbrotin á höndinni. Hún þarf að fara í aðgerð vegna þess og verður líklega frá í töluverðan tíma sem eru alls ekki góð tíðindi fyrir Fylki sem hefur stillt upp sama byrjunarliði í fyrstu fjórum leikjunum.

Helga Guðrún, sem er fædd árið 1997, ólst upp í Grindavík og lék einnig með Stjörnunni áður en hún gekk í raðir Fylkis árið 2022.

Í fyrra var hún einn besti leikmaður Fylkis þegar liðið komst upp úr Lengjudeildinni en hún skoraði þá átta mörk í 18 deildarleikjum.

Fylkir er með fimm stig eftir fjóra leiki í Bestu deildinni og situr liðið í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner