Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 14:57
Elvar Geir Magnússon
Moyes: Besta niðurstaðan fyrir báða aðila
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
David Moyes stýrir West Ham í sínum síðasta heimaleik þegar Luton kemur í heimsókn á morgun. Á mánudaginn var staðfest að Moyes mun láta af störfum eftir tímabilið en það er ákvörðun félagsins.

„Ég var að vonast eftir því að við værum að berjast um Evrópu á þessum tímapunkti en það yrði samt frábært fyrir okkur að enda í efri helmingnum og því mikilvægt að vinna leikinn á morgun," segir Moyes.

Verður þetta tilfinningaríkur dagur?

„Ég er ekki alveg sú týpa en ég er spenntur fyrir leiknum. Við viljum svara eftir síðustu viku, það er mikilvægast í mínum huga."

Er hann ánægður með hvernig var staðið að viðskilnaðnum?

„Það eru margir hlutir í fótboltanum sem má gera betur en ég er sáttur við stöðuna. Ég skil sáttur við stjórnina svo það er allt í fínu lagi... þetta er fótbolti."

Hefði hann viljað halda áfram?

„Það er ákvörðun sem ég hefði þurft að taka með fjölskyldu minni. Ég hef mikið verið fjarri fjölskyldu minni og það hefði þurft að skoða þetta. Ég held að þetta sé rétt ákvörðunin fyrir báða aðila, fyrir mig og félagið. Það var kominn tími á að leiðir myndi skilja eftir virkilega góð ár."

Vill hann halda áfram í þjálfun?

„Já, en fyrst og fremst vil ég taka mér frí. Ég vil fara í smá hvíld frá boltanum. Ég hlakka til að vinna fyrir BBC og TalkSport sem sérfræðingur á EM og vil halda áfram í fótboltanum. Ég elska fótbolta."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner