Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 07:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn hættur með Haugesund (Staðfest)
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Haugesund hefur tilkynnt að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé ekki lengur þjálfari liðsins.

Fram kemur í yfirlýsingu á vef Haugesund að Óskar hafi tilkynnt stjórn félagsins það í gær að hann ætlaði sér að hætta störfum. Ekki kemur fram í tilkynningunni af hverju hann hættir.

„Við höfðum hlakkað til að eiga langt og gott samstarf við Óskar en hlutirnir enda ekki alltaf eins og maður hugsar. Við þökkum honum fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt í að þróa FK Haugesund áfram," segir Christoffer Falkeid, stjórnarformaður Haugesund.

„Við hefjum núna það ferli að finna eftirmann hans. Stefna okkar og stefna félagsins verður áfram sú sama."

Óskar Hrafn stýrði Haugesund í sjö keppnisleikjum. Haugesund hefur tapað þremur deildarleikjum í röð en liðið er í 13. sæti með sex stig eftir sex leiki.

Hann tók við liðinu í október síðastliðnum eftir að hafa gert afar flotta hluti með Breiðablik og Gróttu hér á Íslandi. Stýrði hann Breiðabliki meðal annars til Íslandsmeistaratitils og var hann við stjórnvölinn þegar Blikar urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner