Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fös 10. maí 2024 14:28
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Eigendur Man Utd búa yfir almennri skynsemi
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að hann hafi ekki áhyggjur af því að verða rekinn eftir tímabilið. Í skoðanakönnun hér á Fótbolta.net sögðu 56% lesenda að félagið ætti að láta Hollendinginn fara.

United tapaði 4-0 gegn Crystal Palace á dögunum og er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Bikarúrslitaleikur bíður United á Wembley þann 25. maí, gegn Manchester City.

Ten Hag segir að eigendur United geri sér grein fyrir því hvaða ástæður séu á bak við slöku gengi liðsins á tímabilinu.

„Þeir búa yfir almennri skynsemi. Þeir sjá að við höfum þurft að vinna með 32 mismunandi varnarlínur, misst átta miðverði út, nota þrettán miðvarðapör, verið án vinstri bakvarðar, glímt við öll þessi meiðsli. Þeir skilja að þetta hefur áhrif á úrslit," segir Ten Hag.

Ten Hag segist ekki ánægður með úrslitin á þessu tímabili en það þurfi að horfa raunsætt á hlutina varðandi meiðslin í leikmannahópnum. Hollendingurinn segist ekki þurfa að fá stuðningsyfirlýsingu frá stjórninni þrátt fyrir vangaveltur um framtíð sína.

„Mér er alveg sama hvort það sé opinber yfirlýsing eða ekki. Ég vinn að því bæta og þróa liðið. Það er starf mitt hérna," bætti Ten Hag við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner