Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   sun 14. apríl 2024 21:03
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur, við vorum nokkuð ánægðir með hann. Hann var mjög jafn og mér fannst við vera með undirtökin. Síðan breytir auðvitað rauða spjaldið leiknum en engu að síður þá förum við inn í hálfleikinn og vildum skerpa á okkar leik.“ Sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA um markalausan fyrri hálfleik er ÍA vann sannfærandi 4-0 sigur á liði HK í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Þær lagfæringar sem að Skagamenn gerðu á leik sínum í hálfleik voru fljótar að skila sér og gerði lið öll fjögur mörk sín í síðari hálfleik gegn 10 leikmönnum HK sem misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks.

„Við þurftum að færa boltann aðeins hraðar til að skapa okkur betri sóknarstöður og það fannst mér ganga frábærlega í seinni hálfleik.“

Viktor Jónsson fór mikinn fyrir framan mark HK í dag og endaði leikinn með þrennu. Nokkuð sem hefur væntanlega vakið gleði hjá Jóni Þóri.

„Já heldur betur. Hann kláraði sín færi frábærlega í dag og spilaði virkilega vel eins og hann hefur svo sem alltaf gert fyrir okkur þegar að hann hefur verið heill. Þannig að þetta er ekkert sem kemur mér á óvart og bara framhald á hans tímabili frá því í fyrra. “

Enn er beðið eftir formlegri staðfestingu frá ÍA um að Rúnar Már Sigurjónsson sé orðin leikmaður félagsins. 5.apríl síðastliðin sagði Jón Þór að hann yrði tilkynntur í vikunni sem nú er á enda en ekkert bólar á tilkynningunni þó. Hver er staðan?

„Ég er búinn að segja það síðan í október að ég eigi von á því að það klárist fyrir eða eftir helgi þannig að ég bíð bara jafn spenntur og þú.“

Sagði Jón Þór en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner