Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   sun 14. apríl 2024 20:39
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það breytist margt þegar við missum mann út af þannig að eðlilega verður róðurinn aðeins þyngri eftir það. En það var ákveðið kæruleysi og værukærð í varnarleiknum sem var ekki boðlegt sama hvort við séum tíu eða ellefu. “ Svaraði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um hvað hefði klikkað í 4-0 tapi HK gegn ÍA í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

HK missti mann af velli á 41, mínútu fyrri hálfleiks þegar þegar Þorsteinn Aron Antonsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður. Staðan þó markalaus í hálfleik en það tók Skagamenn aðeins sjö mínútur að komast yfir í þeim seinni gegn tíu leikmönnum HK. Sló það liðið út af laginu að fá mark á sig svona snemma í síðari hálfleik?

„Það er bara erfitt að vera manni færri og að fá mark á sig svona snemma á svona döpru augnabliki af okkar hálfu er erfitt.“

En eins og áður sagði var markalaust í hálfleik og framan af fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að leikurinn yrði markaleikur sem slíkur. Hvað tekur Ómar jákvætt út úr leiknum?

„Fyrri hálfleikurinn var jafn og nokkurn vegin eins og ég bjóst við að hann yrði. Þar fannst mér fín holning á liðinu í fyrri hálfleik og menn bara að gera nokkuð vel og gera það sem við lögðum upp með. Við eigum samt að gera betur en við gerðum í seinni hálfleik.“

Sagði Ómar Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner