Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman verður kynntur sem nýr stjóri Everton í dag
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman verður kynntur sem nýr stjóri Everton í dag samkvæmt frétt frá Daily Mail.

Því er haldið fram að Koeman sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning sem er 18 milljón punda virði í heildina. Auk þess þarf Everton að greiða 5 milljónir til Southampton.

Koeman hefur átt tvö frábær tímabil með Southampton en hann gat ekki hafnað himinháu launatilboði Everton sem hefur einnig lofað honum miklu eyðslufé í sumar.

Koeman tekur við Roberto Martinez sem var rekinn fyrir mánuði eftir slakt gengi Everton í ensku deildinni.

Samkvæmt heimildarmanni Daily Mail eru ýmis misflókin ákvæði í samningnum en eitt þeirra tengist því að langtímamarkmið félagsins sé að enda reglulega í meistaradeildarsæti og halda uppi heiðri landsins, og félagsins, á erlendri grundu.
Athugasemdir
banner
banner
banner