Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
banner
   fim 14. desember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kristófer heillaðist af leikstílnum og genginu: Fullkomið lið fyrir mig
,,Það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun"
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Blikar undirbúa sig nú fyrri leikinn gegn Zorya Luhansk sem hefst eftir tæpa fjóra tíma.

Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi og er um lokaleik tímabilsins hjá Breiðabliki að ræða. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, síðustu tveir leikir hafa verið mjög fínir hjá liðinu, verið óheppnir að ná ekki í stig og ég held að þetta gæti verið leikur þar sem við gætum stefnt á að sækja þrjú stig."

„Að mótívera sig fyrir leikinn er mjög auðvelt allavega fyrir mig,. Þetta er seinasti leikur tímabilsins þannig að menn eiga að geta gefið allt í þetta; það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun."


Kristófer missti af fyrstu leikjum Blika í riðlakeppninni vegna meiðsla.

„Ég komst inn í hlutina í sumar, svo tognaði ég á móti Val og var frá í einhverjar 6-7 vikur og hef verið að ná mér síðan þá. Það var leiðinlegt að detta úr takti. Það hefur verið óheppni hjá mér hvað varðar meiðsli, en maður klárar þennan leik og svo er það bara næsta tímabil sem ég hlakka mikið til líka."

„Skrokkurinn er allur að koma til. Ég tognaði í kálfa og það vantar smá leikform, það er ekki spilað jafnmikið og í sumar."


Kristófer samdi við Breiðablik í félagaskiptaglugganum í sumar. Af hverju valdi hann Breiðablik?

„Það hvernig liðið spilar, hvernig gengið síðustu ár hefur verið og hvernig leikstíllinn er leist mér mjög vel á. Sama með þjálfarastílinn, hann hefur verið mjög sjarmerandi. Ég var að koma heim og held að þetta hafi verið fullkomið lið fyrir mig miðað við hvernig ég spila og annað. Svo er ákveðin gulrót með þetta spennandi Evrópuverkefni. Ég var óheppinn að missa af flestum af þessum leikjum," sagði Kristófer.

Hann lék í sumar sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi. Hann er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið með Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og Venlo erlendis.

Hann var spurður nánar út í heimkomuna, síðasta tímabil í Hollandi og framhaldið. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner