Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 16. janúar 2024 12:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorri Stefán heim í Fram (Staðfest)
Mynd: Lyngby
Eins og greint var frá á dögunum þá mun Þorri Stefán Þorbjörnsson spila með Fram í sumar. Fram hefur nú staðfest að Þorri er mættur til félagsins.

Hann kemur á láni frá danska félaginu Lyngby. Hann samdi við Lyngby síðasta sumar, var keyptur þangað frá FH en hann er uppalinn í Fram.

„Ekki er blái liturinn honum ókunnugur þar sem hann er uppalinn Framari og fáum við hann lánaðan út tímabilið frá danska úrvalsdeildarliðinu Lyngby. Þorri er af þeim öfluga 06 árgangi okkar Framara og er hann örvfættur stór og stæðilegur varnarmaður sem á að baki 9 leiki fyrir U-17 lið Íslands og 3 fyrir U-19 lið Íslands."

„Við hlökkum öll til að fylgjast með Þorra í sumar og leggjumst nú saman á eitt og styðjum þétt við bakið á okkar ungu og efnilegu heimamönnum,"
segir í tilkynningu Fram.

Komnir
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson á láni frá Lyngby
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Víðir Freyr ívarsson frá HK (var á láni hjá H/H)
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe til Danmerkur
Viktor Bjarki Daðason til FCK
Ion Perello til Spánar
Þórir Guðjónsson


Athugasemdir
banner
banner
banner