Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
   mið 20. mars 2024 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"
Icelandair
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Arnór ræddi við íslenska fjölmiðla á hóteli landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Var í byrjunarliðinu gegn Portúgal í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við íslenska fjölmiðlamennn á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Arnór ræddi um leikinn mikilvæga gegn Ísrael sem fram fer annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Sæti í úrslitaleik um sæti á EM er undir.

„Það má búast við hörkuleik, það er allt undir og bæði lið vita það. En þetta snýst líka um að koma með rétt spennustig í leikinn og stjórna því hvernig við förum inn í leikinn. Þetta verður líklega lokaður leikur í byrjun en svo munu liðin finna opnanirnar," sagði Arnór.

„Ég er búinn að vera byrja upp á síðkastið og búinn að spila vel með Blackburn á þessu tímabili. Auðvitað vonast maður til þess að byrja."

„Við erum búnir að fara yfir allt; bæði hvernig við ætlum að pressa og hvernig við ætlum að sækja. Þessir dagar eru búnir að vera mjög góðir, góður undirbúningur og maður finnur að liðið er klárt í þetta."


Er horft í leikina frá árinu 2022 í Þjóðadeildinni?

„Við höfum farið yfir þá, það er ekki svo langt síðan. Við fundum það þegar við spiluðum við þá að við hefðum léttilega átt að klára báða leikina. Við förum ekkert of mikið í þá leik samt því það eru tvö ár liðin síðan."

„Ég hef fulla trú á þessu, það verða allir í kringum liðin og öll þjóðin að hafa trú. Við vitum að við getum þetta og erum með leikmenn sem hafa gert þetta áður. Ég hef sjálfur bullandi trú á þessu og er mjög spenntur fyrir þessu."

„Þetta eru tveir leikir og þá ertu kominn á EM, þetta er dauðafæri. Ef menn eru ekki klárir núna, hvenær eru þeir þá klárir?"


Tveir leikmenn í hópnum heita Arnór, hvað eru menn kallaðir til að greina á milli? „Það er mismunandi, Nóri, Arnór Sig, eftirnöfnin oft notuð," sagði Arnór.

Í viðtalinu, sem má sjá í spilaranum efst, ræðir hann einnig um félagslið sitt Blackburn, gengi liðsins, þjálfarabreytinguna, stöðuna innan liðsins og stemninguna á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner