Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. maí 2016 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Italia 
Mihajlovic leystur undan samningi - Tekur við Torino
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic verður að öllum líkindum næsti þjálfari Torino eftir að hann komst að samkomulagi við AC Milan um að enda samning sinn við félagið.

Milan er sem stendur með fjóra þjálfara á launaskrá, þá Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi sem voru báðir látnir fara, auk Mihajlovic og Cristian Brocchi sem stýrir félaginu út tímabilið.

Næstu og þarnæstu mánaðarmót renna samningarnir allir út og því verður Milan þjálfaralaust 1. júlí.

Mihajlovic tekur stöðu Giampiero Ventura hjá Torino, en Ventura mun að öllum líkindum taka við ítalska landsliðinu eftir EM í sumar.

Ýmsir virtir ítalskir fjölmiðlar greina frá þessum yfirvofandi þjálfaraskiptum þó að tekið sé skírt fram að ekkert af þessu sé enn staðfest.
Athugasemdir
banner
banner
banner