Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. desember 2017 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho: Man City kaupir bakverði á framherja verði
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur ekki verið að ná neitt mjög góðum úrslitum með Manchester United upp á síðkastið.

Í dag mætti liðið Burnley á Old Trafford þar sem niðurstaðan var 2-2 jafntefli.

Mourinho ræddi eftir leikinn lítilega um verkefnið um að byggja upp gott fótbolta lið og minntist einnig á nágrannana í Manchester City.

Mourinho talaði um muninn á stóru félagi og stór liði.

„Ég veit hvernig maður skilgreinir stórt félag, það er eitt dæmi að segja stórt lið en annað dæmi að segja stórt félag."

„Við erum á öðru ári að reyna byggja upp fótboltalið sem að við vitum að er ekki eitt af bestu liðum í heimi enn sem komið er."

„Manchester City kaupir bakverði á verði fyrir framherja svo þegar maður talar um stórt félag þá er maður að tala um lið með mikla sögu."
Athugasemdir
banner
banner
banner