Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   sun 28. apríl 2024 19:04
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var ánægður með úrslit dagsins eftir að liðið hans vann 4-2 gegn KA á Víkingsvelli í dag.


„Þetta var torsótt, ef það er eitthvað lið sem maður vill ekki lenda undir á móti þá er það KA, og við svöruðum mjög vel markinu sem við fengum á móti okkur í fyrri hálfleik. Við spiluðum nokkuð góðan fyrri hálfleik fannst mér. Í seinni hálfleik er það alltaf erfitt þegar hitt liðið er farið að elta leikinn og er komið í svolítið eins og ég kalla það 'fokk it mode' þegar þeir eru að reyna að ná öðru markinu. Okkur gekk illa að loka leiknum almennilega og nýttum illa okkar upplegg og færi, og bara hrós til KA að gefast aldrei upp. En þetta var mjög góður sigur."

Víkingar fengu umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það var nóg af vítaköllum á báða bóga. Arnar segir að þetta hafi líkast til verið erfiður leikur að dæma.

„Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti í leiknum, bæði á okkur og eins á KA menn. Það var mikið tekist á í þessum leik, mikil læti og maður fann alveg spenninginn. Þetta hefur örugglega verið erfiður leikur að dæma og leikmenn fljótir að hópast að dómaranum og þess háttar. Þannig að, jú jú hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti."

Leikir Víkinga á næstunni í deildinni er mest megnis við þau lið sem er spáð neðarlega. Umræðan hefur verið að Víkingar gætu mögulega verið búnir að hlaupa með mótið strax í byrjun en Arnar segir að sínir menn þurfa að halda fókus.

„Af minni reynslu eru þetta erfiðustu leikirnir okkar, það er á móti þessum liðum sem eru taldir vera minni spámenn, af því að það er stundum sama hvað þú reynir og sama hvað þú segir þá eiga menn til að vanmeta andstæðinginn. Titlarnir vinnast að mínu mati ekkert endilega á innbyrðis viðurgeignum við sterkustu liðin, þó að það sé alltaf mjög gott að vinna svoleiðis lið. Þeir vinnast einmitt á því að sækja sigrana á móti þessum svokölluðu minni liðum. Við vitum það vel og það er okkar reynsla að ég hef litlar áhyggjur að menn eru ekki með hugan við verkefnið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner