Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Arnór Ingvi skoraði þriðja leikinn í röð - Baráttusigur hjá lærisveinum Freys
Arnór Ingvi var hetjan annan leikinn í röð og var að skora í þriðja leiknum
Arnór Ingvi var hetjan annan leikinn í röð og var að skora í þriðja leiknum
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er von fyrir lærisveina Freysa
Það er von fyrir lærisveina Freysa
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason er funheitur þessa dagana en hann tryggði sænska liðinu Norrköping 2-1 sigur á Häcken í dag. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar.

Í síðustu umferð skoraði hann fjórða markið í 4-2 sigri á Elfsborg og þá gerði hann eina markið í 1-1 jafntefli gegn Gautaborg nokkrum dögum áður.

Hann gerði annað mark Norrköping í 2-1 sigri á Häcken í dag, hans þriðja mark á átta dögum.

Landsliðsmaðurinn verið frábær í upphafi tímabils en þetta var hans þriðja mark í deildinni. Norrköping er með 10 stig í 6. sæti.

Ísak Andri Sigurgeirsson var ekki með Norrköping í dag og þá var Valgeir Lunddal Friðriksson ekki með Häcken.

Valgeir Valgeirsson var í liði Örebro sem vann Brage, 2-1, í sænsku B-deildinni. Örebro er með 6 stig eftir fimm leiki.

Árni Vilhjálmsson kom inn af bekknum hjá Novara sem vann Fiorenzuola, 2-0, í ítölsku C-deildinni og Kristófer Jónsson fékk þá fimmtán mínútur í 3-2 tapi Triestina gegn Padova.

Triestina er í 4. sæti A-riðils með 64 stig en Novara í 17. sæti með 43 stig.

Elías Már Ómarsson spilaði allan leikinn í fremstu víglínu hjá NAC Breda sem vann unglinga- og varalið PSV, 2-0, í hollensku B-deildinni. Þetta var fyrsti sigur Breda í rúman mánuð en liðið er í 7. sæti með 54 stig og líklega á leið í umspil.

Frábær byrjun hjá nýliðunum

Fredrikstad, sem er nýliði í norsku úrvalsdeildinni, hefur byrjað tímabilið frábærlega.

Júlíus Magnússon, fyrirliði liðsins, spilaði allan leikinn á miðsvæðinu er það vann Sandefjord, 1-0. Fredrikstad er með 8 stig eftir fimm leiki

Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson sátu báðir á bekknum er Ham/Kam gerði 1-1 jafntefli við Lilleström.

Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund töpuðu fyrir Molde, 2-1, í dag. Anton Logi Lúðviksson lék allan leikinn en Hlynur Freyr Karlsson sat allan tímann á bekknum. Haugesund er með 6 stig.

Brynjólfur Andersen Willumsson var þá á skotskónum í svekkjandi 2-2 jafntefli Kristiansund gegn Strömsgodset. Brynjólfur skoraði annað mark Kristiansund, sem komst 2-0 yfir, en Strömsgodset skoraði tvö mörk á sjö mínútum í síðari hálfleik.

Brynjólfur og Hilmir Rafn Mikaelsson byrjuðu báðir hjá Kristiansund á meðan Logi Tómasson var í liði Strömsgodset. Strömsgodset er með 10 stig en Kristiansund 8 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking sem gerði 3-3 jafntefli við Odd. Viking er með 6 stig.

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn fyrir Cracovia sem gerði markalaust jafntefli við Lech Poznan í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er með 33 stig í 14. sæti, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk unnu gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á RWDM í fallriðli belgísku úrvalsdeildarinnar.

Kortrijk er í harðri baráttu um að halda sér uppi og gaf þetta liðinu von um það. Nú er Kortrijk í næst neðsta sæti með 28 stig, tveimur stigum frá umspilssæti þegar tveir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner