Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   sun 28. apríl 2024 22:27
Brynjar Ingi Erluson
Brást frábærlega við eftir stór mistök - „Heppnir að hafa hann“
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David Raya gerði stór mistök í 3-2 sigri Arsenal á Tottenham í Lundúnaslag í dag en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sérstaklega ánægður með hvernig hann brást við.

Arsenal var þremur mörkum yfir þegar Raya færði Tottenham mark á silfurfati.

William Saliba sendi boltann niður á Raya, sem sendi boltann beint á Cristian Romero og var sá argentínski ekki í neinum vandræðum með að setja boltann í autt markið.

Tottenham náði í annað mark úr vítaspyrnu Heung-Min Son en Arteta var samt sem áður ánægður með hvernig Raya kom til baka eftir mistökin.

„Við erum heppnir að hafa David. Hann gerði einstaklingsmistök en var stórkostlegur eftir það. Hann sagði bara: „Ég eigna mér augnablikið og stíg upp“. Hann var alveg magnaður,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner