Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   sun 28. apríl 2024 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Guehi og Kilman á óskalista Man Utd
Mynd: Getty Images
Það er í algerum forgangi hjá Manchester United að landa miðverði og sóknarmanni í sumarglugganum en þetta kemur fram í Times í dag.

Meiðsli hafa herjað á hóp United á þessu tímabili og hefur Erik ten Hag, stjóri liðsins, oft verið í miklu brasi með að velja vörnina.

Harry Maguire og Casemiro hafa staðið vaktina í miðri vörn undanfarið, en Man Utd ætlar að styrkja varnarlínuna í sumar og eru tveir leikmenn á blaði þar.

Times segir að United sé afar áhugasamt um enska leikmanninn Marc Guehi, sem er á mála hjá Crystal Palace. Hann er ekki ein leikmaðurinn, en Max Kilman, 26 ára gamall varnarmaður, Wolves er einnig á listanum.

United vill þá styrkja sig framar á vellinum en það vill fá Michael Olise, liðsfélaga Guehi hjá Palace.

Talið er að Palace vilji að minnsta kosti 60 milljónir punda fyrir Olise.

Leikmaðurinn hefur aðeins komið við sögu í sextán deildarleikjum á tímabilinu vegna meiðsla aftan í læri en í þeim leikjum hefur hann komið að ellefu mörkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner