Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   sun 28. apríl 2024 19:18
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ekki sáttur með úrslit dagsins eftir að liðið hans tapaði 4-2 gegn Víking á útivelli í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 KA

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna hjá okkur, við mætum hérna hörku liði, og við skorum tvö mörk, sköllum í stöng og eigum mögulega að fá 2-3 víti. Þannig ég er gríðarlega ánægður með það en minna ánægður með að fá á okkur fjögur mörk. Það voru allir að berjast, við stóðum saman og við gerðum nóg til að fá eitthvað út úr leiknum en því miður þá gerðist það ekki í dag."

Víkingar fá umdeilda vítaspyrnu í fyrri hálfleik og það voru nokkur önnur vítaköll í leiknum. Hallgrímur var ekki sáttur við hvernig dómarnir féllu en vildi tjá sig sem minnst um það.

„Ég bara hvet alla til að skoða þetta, fyrstu tvö mörkin hjá þeim, þetta er orðið illa þreytt. Ég vill ekki tjá mig meira um þetta, ég hvet bara ykkur til þess að skoða þetta."

Víkingar skora annað mark sitt úr hornspyrnu en Hallgrímur telur að það hefði ekki átt að standa.

„Mér finnst bara vera 100% brotið á okkar mann í horninu. Þetta er búið að vera ansi lengi að þeir 'screena' menn ólöglega, og treyjan hans Ívars er bara upp í lofti og hann kemst ekki í návígið. Þannig að, já auðvitað er ég ósáttur við að fá á mig mörk en eins og ég segi. Við byrjum leikinn vel og þetta var mikið högg að fá á sig mörk sem við upplifum að hefðu ekki átt að standa. En við höldum áfram og eins og ég segi þá nenni ég ekki tala mikið um þetta. Ég er bara ánægður með að liðið barðist allan tíman, ég er ánægður með að við skorum tvö mörk og áttum að skora fleiri. Það er bara það sem við tökum með okkur, því að ef þetta er frammistaða sem heldur áfram þá hef ég ekki áhyggjur af liðinu, og þá fara stigin að koma."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner