Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   mán 29. apríl 2024 22:37
Sölvi Haraldsson
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Það er geggjað að fá þrjú stig í pokann og að hafa klárað þetta í lokin.“ sagði Guðmundur Baldvin, miðjumaður Stjörnunnar, eftir sætan 1-0 sigur Stjörnunnar á Fylki í kvöld. Guðmundur kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið alveg í blálokin.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Guðmundur viðurkennir að það var komið smá stress í hann í lokin.

Það kom smá stress í lokin. En hópurinn hafði trú og við keyrðum á trúnni.

Guðmundur skoraði sigurmark Garðbæinga í dag en hann var manna sáttastur að sjá skotið, sem var ekki fast, leka í netið.

Það kemur fyrirgjög frá Jóa á fjær, Andri fær hann og leggur hann út á mig og ég bara kem honum í markið.“

„Þetta var helvíti laust en inn fór hann.“

Hvaða skilaboð fékk Guðmundur frá Jökli þegar hann kom inn á?

„Að vera aggresívur og koma inn með kraft. Sleppa beislunum og keyra á þetta.

Guðmundi fannst þetta kaflaskiptur leikur og ætlar að greina það á næstunni hvað Stjarnan hefði getað gert betur í kvöld.

Þeir voru öflugir og fengu góð færi. Þetta var mjög kaflaskipt og við þurfum að skoða þetta aðeins til þess að sjá hvað við getum gert betur til að stjórna leiknum.“

Guðmundur viðurkennir að hann hefði viljað fá meira úr fyrstu fjóru leikjunum.

Við hefðum viljað fá meira en við þurfum fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að ná frammistöðunni upp. Fá hugrekki og okkar gildi inn í þetta.“ sagði Jökull, þjálfari Stjörnunnar, að lokum eftir dýsætan 1-0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner