Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mán 29. apríl 2024 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Þróttur Vogum vann B deildina eftir magnaða endurkomu
Mynd: Þróttur Vogum

Haukar 2-3 Þróttur Vogum
1-0 Frosti Brynjólfsson ('8 )
2-0 Fannar Óli Friðleifsson ('31 )
2-1 Ásgeir Marteinsson ('36 )
2-2 Ásgeir Marteinsson ('52 )
2-3 Jóhannes Karl Bárðarson ('90 )


Þróttur Vogum er Lengjubikarmeistari í B deild þetta tímabilið eftir magnaðan endurkomusigur gegn Haukum í kvöld.

Haukar náðu tveggja marka forystu í leiknum en Ásgeir Marteinsson minnkaði muninn áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Hann bætti öðru markinu við snemma í síðari hálfleik og það var síðan Jóhannes Karl Bárðarson sem tryggði Þrótti sigurinn og þar með bikarinn þegar boltinn fór inn eftir skot hans fyrir utan vítateiginn í uppbótatíma.

Bæði lið leika í 2. deild sem hefst um helgina. Haukar fá Hött/Huginn í heimsókn á laugardaginn og Þróttur Vogum heimsækja KFA á sama tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner