Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mán 29. apríl 2024 23:04
Sölvi Haraldsson
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrri hálfelikurinn minnti mig mjög mikið á KR leikinn. Við komum okkur í góðar stöður og hefðum getað skorað mörk. Í seinni hálfleik vorum við slakir en það var sætt að vinna leikinn. Fullt af hlutum til að vinna betur í.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, eftir sætan 1-0 sigur Garðbæinga í Árbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Stjarnan

Sigurmarkið kom í blálokin frá nafna Guðmundar en hann viðurkennir það að trúin var farin að minnka með hverri mínútu að sigurmarkið myndi koma.

Ég var alltaf bjartsýnn en því meira sem líður á leikinn verður það alltaf ólíklegra. En við erum með góða menn fram á við til að klára þetta. En mér fannst við spila þetta svolítið upp í hendurnar á þeim með lélegum sendingum sem er ekki gott. En gott að vinna samt sem áður. Þrjú stig sem skiptir máli.“

Guðmundur er ánægður með úrslitin en honum fannst eins og frammistaðan hefði getað verið betri.

Fyrir mitt leyti voru of mörg skyndiáhlaup sem við þurftum að verjast. Gott að halda hreinu en ég hefði viljað fá færri færi á mig. Súrsætt. Gott að vinna og halda hreinu en við getum betur og eigum að gera betur.

Það vekur athygli að dómarar deildarinnar eru byrjaðir að spjalda á margt sem margir eru ósáttir með. Guðmundur nennir ekki að vera að pæla mikið í því.

Ég fékk bara gult fyrir að negla einhvern niður þannig ég verð bara að taka því eins og maður. Ég fagna því að þeir séu að spjalda menn sem eru að sparka boltanum í burtu þegar við erum að taka aukaspyrnu.“ sagði Guðmundur.

„Þetta er eitthvað sem við þurfum að lifa með. Ég nenni ekki mikið að pæla í þessu. Þetta er línan sem þeir eru búnir að setja og við þurfum bara að dansa eftir henni. Ef við förum út fyrir hana þá spjalda þeir. Þetta eru fullt af spjöldum og örugglega margir komnir í bann mjög snemma í mótinu og oft. Ég nenni ekki að eyða orku í þetta. Ég ætla bara að einbeita mér að mér og gera það vel. Þeir hafa talað um þetta í mörg ár að spjalda menn fyrir að mótmæla. En við tökum þessu bara.“ sagði Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, að lokum eftir sætan 1-0 sigur Stjörnunnar á Fylki í Árbænum í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner