Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telma nefbrotin - Hver verður í markinu hjá Blikum í næsta leik?
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, og Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn gegn Tindastóli. Telma fékk þar viðurkenningu fyrir að spila 100 leiki fyrir Blika.
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, og Telma Ívarsdóttir fyrir leikinn gegn Tindastóli. Telma fékk þar viðurkenningu fyrir að spila 100 leiki fyrir Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði þegar hún lenti í samstuði við liðsfélaga sinn, Jakobínu Hjörvarsdóttur, undir lok leiksins gegn Tindastóli síðasta laugardag.

Breiðablik vann 3-0 sigur gegn Tindastóli en Telma átti frábæran leik í marki Blika.

Hún varði frábærlega undir lokin og bjargaði því að Blikar tóku stigin þrjú. Markvarslan kom í stöðunni 1-0 en Breiðablik for svo upp í sókn og skoraði sitt annað mark í leiknum.

Telma lenti lenti svo í samstuði við Jakobínu og var það mjög harkalegt, en langt hlé var á leiknum út af því. Telma kláraði leikinn en fór svo upp á sjúkrahús að honum loknum.

Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, staðfestir að Telma sé nefbrotin og mjög bólgin, en verið sé að meta það hvort hún geti spilað gegn FH á föstudaginn.

Ef Telma getur ekki spilað, þá skapar það vandamál fyrir Breiðablik þar sem liðið er í raun ekki með varamarkvörð. Rakel Hönnudóttir spilaði leik í marki í vetur en hún er fyrrum landsliðskona. Hún spilaði sem miðjumaður áður fyrr.

Breiðablik gæti hugsanlega reynt að fá markvörð á neyðarláni ef Telma getur ekki spilað, en það mun koma betur í ljós í vikunni.

Breiðablik hefur byrjað vel og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Athugasemdir
banner
banner