Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 29. júlí 2017 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Gylfi vill fá að ræða við Everton
Gylfi á æfingu.
Gylfi á æfingu.
Mynd: Heimasíða Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson vill fá tækifæri til þess að ræða við Everton samkvæmt vefsíðu Daily Mail.

Gylfi var ekki í leikmannahópi Swansea sem spilar gegn Birmingham City í dag. Miklar vangaveltur eru um framtíð hans og hann ekki í hóp vegna óvissunar sem ríkir um framtíð hans.

Sjá einnig:
Gylfi spilar ekki með Swansea í dag - Sögusagnir að trufla.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa, en Swansea hefur hafnað nokkrum tilboðum í hann í sumar. Tvö þeirra hafa komið frá Everton, en Gylfi vill fá að ræða við Everton.

Síðasta tilboð Everton hljóðaði upp á 45 milljónir punda.

Gylfi fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna fyrr í
mánuðinum en í vikunni hóf hann að nýju æfingar með liðsfélögum sínum eftir að þeir komu heim úr æfingaferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner