Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 30. apríl 2024 16:30
Innkastið
Dóri um gagnrýnina á RÚV: Ekki viss um að það sé hlutverk landsliðsþjálfarans
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn.
Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viktor Örn lék með landsliðinu árið 2022.
Viktor Örn lék með landsliðinu árið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær lék síðustu mínúturnar gegn KR á sunnudagskvöld.
Ísak Snær lék síðustu mínúturnar gegn KR á sunnudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ummæli á RÚV eftir leik Keflavíkur og Breiðabliks í Mjólkurbikanum vöktu athygli og voru birt hér á Fótbolta.net. Þeir Hörður Magnússon og Jóhannes Karl Guðjónsson lýstu leiknum og voru svo sérfræðingar í setti eftir leik.

Hörður Magnússon nefndi sérstaklega tvo leikmenn sem ættu að líta í spegil eftir leikinn. Það voru þeir Benjamin Stokke og Ísak Snær Þorvaldsson.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Breiðablik

Jóhannes Karl Guðjónsson ræddi þá um liðsvalið og liðsuppstillingu Breiðabliks. „Báðir þjálfarar töluðu um það í viðtölum að Breiðablik yrði meira með boltann, voru meðvitaðir um það. Af hverju er þá Viktor Örn Margeirsson í hægri bakverði? Mér fannst engin þörf á því að hafa þrjá miðverði í öftustu línu. Þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn breyttist leikurinn gríðarlega mikið," sagði aðstoðarlandsliðsþjálfarinn.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í ummæli Jóa Kalla.

„Ég er ekki alveg viss um að það sé hlutverk landsliðsþjálfarans. En hann hefur rétt á sínum skoðunum og ég hef rétt á mínum."

Rætt um ummæli landsliðsþjálfarans
Rætt var um þetta í Innkastinu þar sem 4. umferðin í Bestu deildinni var gerð upp.

„Mín hugsun er að Höddi Magg megi segja hvað sem er varðandi þetta, en mér finnst að aðstoðarlandsliðsþjálfari eigi ekki að skipta sér neitt að því hvernig liðum er stillt upp, sérstaklega ekki þegar það eru leikmenn þarna sem hann gæti verið að velja í hópinn hjá sér," sagði Sæbjörn Steinke.

„Hann á eftir að vera í samskiptum við Dóra varðandi leikmenn í janúarglugga og svoleiðis. Mér finnst Jói góður sérfræðingur, en mér finnst þetta skrítið," sagði Valur Gunnarsson.

„Punkturinn sem hann kemur með er góður, en það er hvaðan hann kemur sem er málið," sagði Sæbjörn.

Vissu að það tæki nokkrar vikur fyrir Ísak að ná sínu besta standi
Umræðan er þannig að Ísak Snær sé talsvert frá því líkamlega formi og hann var í þegar hann tók yfir deildina árið 2022. Dóri var spurður út í Ísak. Hvernig er standið á Ísaki, þarf hann að koma sér í betra form?

„Ísak fer í janúar í kviðsslit aðgerð og var í meðhöndlun hjá Rosenborg þangað til hann kemur til okkar. Við vissum að það væri eðlilega svolítið í leikformið hjá honum. Við erum bara að vinna í því, hann æfir vel, er duglegur og engar áhyggjur af honum. Við vissum alveg að það tæki nokkrar vikur að koma honum í sitt besta stand. Mér finnst það sjást, bæði núna og á móti Víkingi, hversu svakalega öflugur hann er. Hann gerir svakalega vel fyrir okkur þegar hann heldur boltanum uppi, snýr af sér menn og vinnur allt í loftinu. Hann á bara eftir að verða ennþá betri," sagði Dóri.
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Athugasemdir
banner
banner